Loftskeytamaður
Loftskeytamaður (enska: Radio operator) var meðlimur umborð í skipi eða flugvél sem annaðist samskipti fyrir áhöfn. Með framförum í tæknibúnað varð greinin úrelt þar sem aðrir meðlimir áhafnar gátu annast samskipti. Loftskeytamaður var viðurkennd iðngrein og var kennd hérlendis á árunum 1918-1980.
Í flugi fóru flugmenn sjálfir að annast samskipti við flugstjórn en umborð í skipum tóku stýrimenn við skyldum loftskeytamanna.