Flugslysið á Þingvallavatni 2022

Flugslys á Þingvallavatni á Íslandi

Flugslysið á Þingvallavatni varð þann 3. febrúar 2022 er TF-ABB, eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 172N, lenti í Þingvallavatni og sökk þegar hún var í skoðunarferð frá Reykjavíkurflugvelli. Allir fjórir um borð létu lífið.[1] Meðal þeirra sem fórust voru hjólabrettakappinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Josh Neuman og íslenski flugmaðurinn Haraldur Diego.[2] Hvarf vélarinnar leiddi til stærstu leitar- og björgunaraðgerðar að týndri flugvél á Íslandi í yfir 40 ár.[3][4]

TF-ABB á Reykjavíkurflugvelli árið 2021

Slysið og björgunaraðgerðir

breyta

Vélin fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:30 og gerði flugáætlun hennar ráð fyrir tveggja tíma flugi. Upptökur úr öryggismyndavél úr nærliggjandi sumarhúsi leiddu síðar í ljós að rúmri klukkustund síðar virtist vélin vera að reyna annað hvort lendingu eða snerti­lend­ing­u á vatn­inu í syðsta hluta Þingvallavatns, sem þá var þakið þunnum ís. Við það hlekktist vélinni á og sökk.[5] Ekkert neyðarkall heyrðist frá vélinni og neyðarsendir hennar fór ekki í gang en kl 11:51 barst Neyðarlínunni nokkurra sekúndna símtal sem síðar kom í ljós að barst úr síma eins farþegans.[6] Þegar vélin skilaði sér ekki til baka á réttum tíma var tilkynnt að hennar væri saknað. Leitaraðgerðin sem kom í kjölfarið var sú stærsta að týndri flugvél á Íslandi í yfir 40 ár, frá því TF-ROM hvarf í maí 1981,[7] en yfir 1.000 meðlimir björgunarsveitanna ásamt þyrlum frá Landhelgisgæslunni og flugvél danska flughersins tóku þátt í leitinni.[8][9] Flak flugvélarinnar fannst 5. febrúar í Þingvallavatni,[10] á 48 metra dýpi í um 800 metra fjarlægð frá landi. Daginn eftir fann fjarstýrður kafbátur fjögur lík í 300 metra radíus umhverfis flugvélina.[11][12] Talið var að allir farþegarnir hafi komist úr flugvélinni en hafi ekki náð að synda að landi í ísköldu vatninu.[13]

Eftir að slæmt veður hamlaði björgunaraðgerðum í nokkra daga hófst umfangsmikil aðgerð með þátttöku lögreglu, slökkviliðs, Landhelgisgæslu og björgunarsveita þann 10. febrúar til að ná líkum hinna látnu og flugvélinni úr vatninu.[14][15][16] Eftir að bátar gátu brotist í gegnum íshelluna sem þakti vatnið[17] tókst björgunarmönnum að ná öllum fjórum líkunum úr vatninu.[18] Sökum erfiðra vetraraðstæðna var fjarstýrður kafbátur með myndavél og griparm notaður til að sækja líkin.[19][20] Þann 11. febrúar var tilraunum til að ná flakinu upp úr vatninu frestað um óakveðinn tíma vegna versnandi aðstæðna á vettvangi og þeirrar hættu sem það hafði í för með sér fyrir kafarana.[21][22]

Undirbúningur við að ná vélinni upp hófst aftur um miðjan apríl eftir að ís hvarf af vatninu.[23] Vélin var svo hífð upp þann 22. apríl.[24]

Orsök

breyta

Í bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið var greint frá því að flugvélin hafi flogið í um sjö sekúndur í lítilli hæð yfir Þingvallavatni áður en hún hafnaði í vatninu.[25]

Áhöfn og farþegar

breyta

Flugmaður vélarinnar var Haraldur Diego, formaður AOPA á Íslandi og frumkvöðull í ljósmyndaferðum.[9][26][27][28] Farþegarnir voru hluti af tíu manna hópi sem staddur var Íslandi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgísku fatalínuna Suspicious Antwerp.[29][30][31] Meðal þeirra um borð var hjólabrettakappinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Josh Neuman.[32][33][34][35][36][37]

Þann 12. apríl 2022, á fimmtugasta afmælisdegi Haraldar, var haldin minningarathöfn um hann með kertafleytingu á Þingvallarvatni.[38]

Heimildir

breyta
  1. Jón Þór Stefánsson (25. október 2022). „Veittu innsýn í björgunaraðgerðir kafaranna á Þingvallavatni - Myndband“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2022. Sótt 4. febrúar 2023.
  2. Isabel Goyer (10. febrúar 2022). „Echoes Of Kobe Tragedy In Iceland Plane Crash“. Plane&Pilot (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 11. febrúar 2022. Sótt 25. júní 2022.
  3. Viktor Pétur Finnsson (19. júní 2022). „Með umfangsmestu aðgerðum seinni ára“. Morgunblaðið. Sótt 25. júní 2022.
  4. Þórhildur Þorkelsdóttir; Nadine Yaghi (24. janúar 2023). „Flugslys við Þingvallavatn“. Eftirmál. Vísir.is. Sótt 24. janúar 2023.
  5. „Flugvélin sést á myndbandsupptökum“. Morgunblaðið. 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  6. „Farþegi hringdi á Neyðarlínuna er slysið varð“. Morgunblaðið. 18. júní 2022. Sótt 25. júní 2022.
  7. Sigurður Bogi Sævarsson (5. febrúar 2022). „Leituðu að TF-ROM í tvær vikur árið 1981“. Morgunblaðið. Sótt 7. febrúar 2022.
  8. Freyr Bjarnason (3. febrúar 2022). „Sást til vélarinnar suður af Þingvallavatni“. Morgunblaðið. Sótt 8. febrúar 2022.
  9. 9,0 9,1 Egill Bjarnason (7. febrúar 2022). „US skateboarder, Belgian influencer killed in Iceland crash“. Washington Post (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  10. „Flugvélin fundin“. Morgunblaðið. 5. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  11. Kristín Sigurðardóttir (6. febrúar 2022). „Fjögur lík fundin í Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 7. febrúar 2022.
  12. Kristín Sigurðardóttir (6. febrúar 2022). „Fjögur lík fundin í Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 7. febrúar 2022.
  13. „Fólkið hefur komist úr flugvélinni af sjálfsdáðum“. Morgunblaðið. 5. maí 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  14. Hólmfríður María Ragnhildardóttir (10. febrúar 2022). „Ætla að greiða leiðina með bátum“. Morgunblaðið. Sótt 10. febrúar 2022.
  15. Eiður Þór Árnason; Lillý Valgerður Pétursdóttir (9. febrúar 2022). „Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn“. Vísir.is. Sótt 10. febrúar 2022.
  16. Kristín Sigurðardóttir (9. febrúar 2022). „22 kafarar í aðgerðum á Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 10. febrúar 2022.
  17. Hólmfríður María Ragnhildardóttir (10. febrúar 2022). „Byrjaðir að brjóta ísinn“. Morgunblaðið. Sótt 10. febrúar 2022.
  18. Kolbeinn Tumi Daðason (10. febrúar 2022). „Hafa náð þremur af fjórum upp úr vatninu“. Vísir.is. Sótt 10. febrúar 2022.
  19. Samúel Karl Ólason (10. febrúar 2022). „Sóttu hina látnu með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna“. Vísir.is. Sótt 10. febrúar 2022.
  20. Kristín SIgurðardóttir (10. febrúar 2022). „Nota kafbát til að sækja hina látnu í Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 10. febrúar 2022.
  21. Snorri Másson (11. febrúar 2022). „Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins“. Vísir.is. Sótt 12. febrúar 2022.
  22. Kristín Sigurðardóttir (11. febrúar 2022). „Gætu þurft að bíða í mánuði með að ná upp flugvél“. RÚV. Sótt 12. febrúar 2022.
  23. „Flugvélin hífð upp á föstudag“. Morgunblaðið. 21. apríl 2022. Sótt 21. apríl 2022.
  24. Óttar Kolbeinsson Proppé (23. apríl 2022). „Hafa á­­kveðnar vís­bendingar um til­­drög slyssins“. Vísir.is. Sótt 23. apríl 2022.
  25. Ólafur Björn Sverrisson (18. júní 2022). „Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu“. Vísir.is. Sótt 25. júní 2022.
  26. Thomas A. Horne (7. febrúar 2022). „President of AOPA Iceland dies in apparent accident“. AOPA (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  27. Einar Þór Sigurðsson (4. febrúar 2022). „Flugmaðurinn reynslumikill: Ferðamennirnir frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  28. Martijn Schoolenberg (5. febrúar 2022). „Vliegtuigcrash IJsland: 'Heel treurig, al is hij in het harnas gestorven'. De Telegraaf (hollenska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
  29. Óttar Kolbeinsson Proppé (7. febrúar 2022). „Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar“. Vísir.is. Sótt 7. febrúar 2022.
  30. „Islande. Un youtubeur américain et un influenceur belge parmi les victimes du crash d'un avion“. Ouest-France (franska). 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  31. Marcel Vink (7. febrúar 2022). „Familie van op IJsland omgekomen Nederlander: 'We laten Tim hier niet achter'. De Telegraaf (hollenska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  32. Ben Church (8. febrúar 2022). „US skateboarder Josh Neuman, 22, among four people killed in Iceland plane crash“. CNN (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  33. „Segjast aldrei hafa upplifað annan eins kærleik“. Morgunblaðið. 8. febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
  34. Rachel Treisman (8. febrúar 2022). „Josh Neuman, popular YouTuber and skateboarder, dies in a plane crash in Iceland“. NPR (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  35. Jennifer Hassan (8. febrúar 2022). „American skateboarder Josh Neuman killed in Iceland plane crash died 'doing what he loved,' family says“. Washington Post (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  36. „American skateboarder and social media star Josh Neuman among 4 killed in Iceland plane crash“. CBS News (enska). 8. febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
  37. Yaron Steinbuch (8. febrúar 2022). „US skateboarder Josh Neuman, 4 others killed in plane crash in Iceland“. New York Post (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  38. „Kertafleyting á Þingvallavatni“. Morgunblaðið. 12. apríl 2022. Sótt 12. apríl 2022.