Flugslysið á Þingvallavatni 2022
Flugslysið á Þingvallavatni varð þann 3. febrúar 2022 er TF-ABB, eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 172N, lenti í Þingvallavatni og sökk þegar hún var í skoðunarferð frá Reykjavíkurflugvelli. Allir fjórir um borð létu lífið.[1] Meðal þeirra sem fórust voru hjólabrettakappinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Josh Neuman og íslenski flugmaðurinn Haraldur Diego.[2] Hvarf vélarinnar leiddi til stærstu leitar- og björgunaraðgerðar að týndri flugvél á Íslandi í yfir 40 ár.[3][4]
Slysið og björgunaraðgerðir
breytaVélin fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:30 og gerði flugáætlun hennar ráð fyrir tveggja tíma flugi. Upptökur úr öryggismyndavél úr nærliggjandi sumarhúsi leiddu síðar í ljós að rúmri klukkustund síðar virtist vélin vera að reyna annað hvort lendingu eða snertilendingu á vatninu í syðsta hluta Þingvallavatns, sem þá var þakið þunnum ís. Við það hlekktist vélinni á og sökk.[5] Ekkert neyðarkall heyrðist frá vélinni og neyðarsendir hennar fór ekki í gang en kl 11:51 barst Neyðarlínunni nokkurra sekúndna símtal sem síðar kom í ljós að barst úr síma eins farþegans.[6] Þegar vélin skilaði sér ekki til baka á réttum tíma var tilkynnt að hennar væri saknað. Leitaraðgerðin sem kom í kjölfarið var sú stærsta að týndri flugvél á Íslandi í yfir 40 ár, frá því TF-ROM hvarf í maí 1981,[7] en yfir 1.000 meðlimir björgunarsveitanna ásamt þyrlum frá Landhelgisgæslunni og flugvél danska flughersins tóku þátt í leitinni.[8][9] Flak flugvélarinnar fannst 5. febrúar í Þingvallavatni,[10] á 48 metra dýpi í um 800 metra fjarlægð frá landi. Daginn eftir fann fjarstýrður kafbátur fjögur lík í 300 metra radíus umhverfis flugvélina.[11][12] Talið var að allir farþegarnir hafi komist úr flugvélinni en hafi ekki náð að synda að landi í ísköldu vatninu.[13]
Eftir að slæmt veður hamlaði björgunaraðgerðum í nokkra daga hófst umfangsmikil aðgerð með þátttöku lögreglu, slökkviliðs, Landhelgisgæslu og björgunarsveita þann 10. febrúar til að ná líkum hinna látnu og flugvélinni úr vatninu.[14][15][16] Eftir að bátar gátu brotist í gegnum íshelluna sem þakti vatnið[17] tókst björgunarmönnum að ná öllum fjórum líkunum úr vatninu.[18] Sökum erfiðra vetraraðstæðna var fjarstýrður kafbátur með myndavél og griparm notaður til að sækja líkin.[19][20] Þann 11. febrúar var tilraunum til að ná flakinu upp úr vatninu frestað um óakveðinn tíma vegna versnandi aðstæðna á vettvangi og þeirrar hættu sem það hafði í för með sér fyrir kafarana.[21][22]
Undirbúningur við að ná vélinni upp hófst aftur um miðjan apríl eftir að ís hvarf af vatninu.[23] Vélin var svo hífð upp þann 22. apríl.[24]
Orsök
breytaÍ bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið var greint frá því að flugvélin hafi flogið í um sjö sekúndur í lítilli hæð yfir Þingvallavatni áður en hún hafnaði í vatninu.[25]
Áhöfn og farþegar
breytaFlugmaður vélarinnar var Haraldur Diego, formaður AOPA á Íslandi og frumkvöðull í ljósmyndaferðum.[9][26][27][28] Farþegarnir voru hluti af tíu manna hópi sem staddur var Íslandi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgísku fatalínuna Suspicious Antwerp.[29][30][31] Meðal þeirra um borð var hjólabrettakappinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Josh Neuman.[32][33][34][35][36][37]
Þann 12. apríl 2022, á fimmtugasta afmælisdegi Haraldar, var haldin minningarathöfn um hann með kertafleytingu á Þingvallarvatni.[38]
Heimildir
breyta- ↑ Jón Þór Stefánsson (25. október 2022). „Veittu innsýn í björgunaraðgerðir kafaranna á Þingvallavatni - Myndband“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2022. Sótt 4. febrúar 2023.
- ↑ Isabel Goyer (10. febrúar 2022). „Echoes Of Kobe Tragedy In Iceland Plane Crash“. Plane&Pilot (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 11. febrúar 2022. Sótt 25. júní 2022.
- ↑ Viktor Pétur Finnsson (19. júní 2022). „Með umfangsmestu aðgerðum seinni ára“. Morgunblaðið. Sótt 25. júní 2022.
- ↑ Þórhildur Þorkelsdóttir; Nadine Yaghi (24. janúar 2023). „Flugslys við Þingvallavatn“. Eftirmál. Vísir.is. Sótt 24. janúar 2023.
- ↑ „Flugvélin sést á myndbandsupptökum“. Morgunblaðið. 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Farþegi hringdi á Neyðarlínuna er slysið varð“. Morgunblaðið. 18. júní 2022. Sótt 25. júní 2022.
- ↑ Sigurður Bogi Sævarsson (5. febrúar 2022). „Leituðu að TF-ROM í tvær vikur árið 1981“. Morgunblaðið. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Freyr Bjarnason (3. febrúar 2022). „Sást til vélarinnar suður af Þingvallavatni“. Morgunblaðið. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ 9,0 9,1 Egill Bjarnason (7. febrúar 2022). „US skateboarder, Belgian influencer killed in Iceland crash“. Washington Post (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Flugvélin fundin“. Morgunblaðið. 5. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir (6. febrúar 2022). „Fjögur lík fundin í Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir (6. febrúar 2022). „Fjögur lík fundin í Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Fólkið hefur komist úr flugvélinni af sjálfsdáðum“. Morgunblaðið. 5. maí 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Hólmfríður María Ragnhildardóttir (10. febrúar 2022). „Ætla að greiða leiðina með bátum“. Morgunblaðið. Sótt 10. febrúar 2022.
- ↑ Eiður Þór Árnason; Lillý Valgerður Pétursdóttir (9. febrúar 2022). „Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn“. Vísir.is. Sótt 10. febrúar 2022.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir (9. febrúar 2022). „22 kafarar í aðgerðum á Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 10. febrúar 2022.
- ↑ Hólmfríður María Ragnhildardóttir (10. febrúar 2022). „Byrjaðir að brjóta ísinn“. Morgunblaðið. Sótt 10. febrúar 2022.
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason (10. febrúar 2022). „Hafa náð þremur af fjórum upp úr vatninu“. Vísir.is. Sótt 10. febrúar 2022.
- ↑ Samúel Karl Ólason (10. febrúar 2022). „Sóttu hina látnu með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna“. Vísir.is. Sótt 10. febrúar 2022.
- ↑ Kristín SIgurðardóttir (10. febrúar 2022). „Nota kafbát til að sækja hina látnu í Þingvallavatni“. RÚV. Sótt 10. febrúar 2022.
- ↑ Snorri Másson (11. febrúar 2022). „Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins“. Vísir.is. Sótt 12. febrúar 2022.
- ↑ Kristín Sigurðardóttir (11. febrúar 2022). „Gætu þurft að bíða í mánuði með að ná upp flugvél“. RÚV. Sótt 12. febrúar 2022.
- ↑ „Flugvélin hífð upp á föstudag“. Morgunblaðið. 21. apríl 2022. Sótt 21. apríl 2022.
- ↑ Óttar Kolbeinsson Proppé (23. apríl 2022). „Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins“. Vísir.is. Sótt 23. apríl 2022.
- ↑ Ólafur Björn Sverrisson (18. júní 2022). „Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu“. Vísir.is. Sótt 25. júní 2022.
- ↑ Thomas A. Horne (7. febrúar 2022). „President of AOPA Iceland dies in apparent accident“. AOPA (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Einar Þór Sigurðsson (4. febrúar 2022). „Flugmaðurinn reynslumikill: Ferðamennirnir frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Martijn Schoolenberg (5. febrúar 2022). „Vliegtuigcrash IJsland: 'Heel treurig, al is hij in het harnas gestorven'“. De Telegraaf (hollenska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Óttar Kolbeinsson Proppé (7. febrúar 2022). „Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar“. Vísir.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Islande. Un youtubeur américain et un influenceur belge parmi les victimes du crash d'un avion“. Ouest-France (franska). 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Marcel Vink (7. febrúar 2022). „Familie van op IJsland omgekomen Nederlander: 'We laten Tim hier niet achter'“. De Telegraaf (hollenska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Ben Church (8. febrúar 2022). „US skateboarder Josh Neuman, 22, among four people killed in Iceland plane crash“. CNN (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Segjast aldrei hafa upplifað annan eins kærleik“. Morgunblaðið. 8. febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Rachel Treisman (8. febrúar 2022). „Josh Neuman, popular YouTuber and skateboarder, dies in a plane crash in Iceland“. NPR (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Jennifer Hassan (8. febrúar 2022). „American skateboarder Josh Neuman killed in Iceland plane crash died 'doing what he loved,' family says“. Washington Post (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „American skateboarder and social media star Josh Neuman among 4 killed in Iceland plane crash“. CBS News (enska). 8. febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ Yaron Steinbuch (8. febrúar 2022). „US skateboarder Josh Neuman, 4 others killed in plane crash in Iceland“. New York Post (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
- ↑ „Kertafleyting á Þingvallavatni“. Morgunblaðið. 12. apríl 2022. Sótt 12. apríl 2022.