Tijuca-skógurinn
Tijuca-skógurinn (portúgalska: Florensa da Tijuca) er regnskógur í fjöllum og hæðum í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Skógurinn er stærsti skógur jarðar sem er innan borgarmarka og hann nær yfir 32 km² svæði. Tvö borgarhverfi við rætur Tijuca skógarins eru kennd við hann, það eru hverfin Tijuca og Barra da Tijuca.
Í Tijuca skóginum eru mörg hundruðir tegunda jurta og dýra sem sum hver eru í útrýmingarhættu og finnast aðeins í regnskógum við Atlantshafið. Á þessu svæði var til forna skógur en hann var höggvinn og þarna voru kaffiplantekrur. Skóginum var hins vegar plantað að nýju á seinni hluta 19. aldar til að vernda vatnsból Ríóborgar. Brasilíski keisarinn Dom Pedro II lét 1861 planta bæði innlendum og erlendum trjám í það sem áður var kaffiplantekra. Í Tijuca skóginum er favelan Mata Machado og þeir sem þar búa eru flestir afkomendur þeirra sem fluttust á svæðið um 1930 til að planta skóginum að nýju. Árið 1961 var Tijuca skógurinn gerður að þjóðgarði. Í skóginum er meðal annars risastór Kriststytta efst á Corcovado fjallinu. Í skóginum eru þekktur foss Cascatinha fossinn og Mayrink kapellan með veggmyndum eftir Cândido Portinari og þar er einnig útsýnisstaður í pagóðustíl sem kallast Vista Chinesa og þar er tröllvaxið garðborð úr granít sem kallast Mesa do Imperador og margir tignarlegir fjallstindar eins og Pedra da Gávea.