Tijuca-skógurinn

(Endurbeint frá Florensa da Tijuca)

Tijuca-skógurinn (portúgalska: Florensa da Tijuca) er regnskógur í fjöllum og hæðum í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Skógurinn er stærsti skógur jarðar sem er innan borgarmarka og hann nær yfir 32 km² svæði. Tvö borgarhverfi við rætur Tijuca skógarins eru kennd við hann, það eru hverfin Tijuca og Barra da Tijuca.

Tijuca skógurinn

Í Tijuca skóginum eru mörg hundruðir tegunda jurta og dýra sem sum hver eru í útrýmingarhættu og finnast aðeins í regnskógum við Atlantshafið. Á þessu svæði var til forna skógur en hann var höggvinn og þarna voru kaffiplantekrur. Skóginum var hins vegar plantað að nýju á seinni hluta 19. aldar til að vernda vatnsból Ríóborgar. Brasilíski keisarinn Dom Pedro II lét 1861 planta bæði innlendum og erlendum trjám í það sem áður var kaffiplantekra. Í Tijuca skóginum er favelan Mata Machado og þeir sem þar búa eru flestir afkomendur þeirra sem fluttust á svæðið um 1930 til að planta skóginum að nýju. Árið 1961 var Tijuca skógurinn gerður að þjóðgarði. Í skóginum er meðal annars risastór Kriststytta efst á Corcovado fjallinu. Í skóginum eru þekktur foss Cascatinha fossinn og Mayrink kapellan með veggmyndum eftir Cândido Portinari og þar er einnig útsýnisstaður í pagóðustíl sem kallast Vista Chinesa og þar er tröllvaxið garðborð úr granít sem kallast Mesa do Imperador og margir tignarlegir fjallstindar eins og Pedra da Gávea.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.