Flokkur:Vaðfuglar
Vaðfuglar (fræðiheiti: Charadrii) eru undirættbálkur strandfugla. Þessi hópur telur um 210 tegundir fremur lítilla fugla sem flestar lifa í votlendi og við strendur. Þær tegundir sem lifa nálægt Norðurslóðum eru farfuglar en tegundir í hitabeltinu eru oft staðfuglar.
Einkenni á vaðfuglum eru langir fætur að mestu án sundfita og langur og mjór goggur sem þeir nota til að tína hryggleysingja upp úr leir eða sandi. Mismunandi lag goggsins gerir það að verkum að ólíkar tegundir vaðfugla geta nýtt sama svæðið til fæðuöflunar án þess að vera í samkeppni sín á milli.