Flokkaspjall:Bandarísk stjórnmál

Latest comment: fyrir 14 árum by MagnúsSveinnHelgason

Það liður að því að það þurfi að fara að skoða hvernig eigi að flokka síður sem tengjast bandarískum stjórnmálum. Það hefur bæst við slatti af síðum sem fjalla ýmist um bandaríska stjórnmálamenn, bandaríska stjórnmálasögu, atburði eða önnur fyrirbæri sem tengjast bandarískum stjórnmálum með einum eða öðrum hætti, þökk sé nemendum mínum á Bifröst. Það virðist vera ákveðið los á því hvernig síður sem tengjast bandarískum stjórnmálum eru flokkaðar: Stjórnmálamenn eru ýmist flokkaðir í flokkana "Demokratar" eða "Repúblíkanar" eða "Bandarískir stjórnmálamenn". Það er hægt að hugsa sér ýmsa flokka sem ekki eru til: "Landsfeður", "Bandarísk stjórnmálasaga", "Bandarískir hæstaréttardómar" og náskyldar síður, t.d. "Bandarískar ríkisstofnanir". Ég setti upp síðu sem heitir "Bandarísk stjórnmál" og hef aðeins verið að safna tenglum á tengt efni inn á hana.

Einhverjar tillögur um hvernig best sé að vinna svona verk? MagnúsSveinnHelgason 30. september 2010 kl. 23:39 (UTC)Reply

Þetta er mjög gott framtak hjá ykkur. Sumir flokkar eru augljósir (t.d. Flokkur:Bandarískir stjórnmálamenn) en að öðru leyti er sennilega best að halda sig bara við þá reglu að búa ekki til flokka sem munu aldrei koma til með að innihalda fleiri en fimm greinar. --Cessator 1. október 2010 kl. 00:08 (UTC)Reply
Ég má þá búa til flokka eftir eigin hentugleikum? Og get ég notað þessa ruslakistusíðu Bandarísk stjórnmál til safna saman tenglum á flokka? Planið er að byggja hana upp sem einhverskonar hub eins og Hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Politics_of_the_United_States Það á eftir að taka tíma, en tekst vonandi! MagnúsSveinnHelgason 1. október 2010 kl. 00:14 (UTC)Reply
Tja, já innan ákveðinna marka auðvitað en mér dettur ekki í hug neitt um bandarísk stjórnmál sem er líklegt til að fara út fyrir nein eðlileg mörk. Það eru einhverjar leiðbeiningar líka í Handbókinni eins og t.d. „Ef einstaklingur er með sinn eigin yfirflokk gildir það eins og um venjulegar greinar að óþarfi er að setja hann í fleiri flokka heldur skal setja yfirflokkinn í þá flokka sem hann hefði annars verið í.“ Annars eru til ýtarlegri leiðbeiningar á ensku (en:Wikipedia:Categorization) og það má gefa sér að flest sem þar kemur fram gildi bara hér líka. --Cessator 1. október 2010 kl. 00:23 (UTC)Reply
En ef þú býrð til flokk, þá er mjög gagnlegt að finna samsvarandi flokk á ensku eða öðru máli og tengja í hann með interwikitenglum (taka jafnvel bara iw-tenglana úr samsvarandi síðu á ensku og flytja þá í flokkinn hérna). --Cessator 1. október 2010 kl. 00:26 (UTC)Reply
Svo er íka hægt að búa til gátt fyrir virkt samvinnuverkefni (sbr. Gátt:Heimspeki, en:Portal:Politics og en:Portal:Canadian_politics, sjá einnig en:Wikipedia:Collaborations og en:Wikipedia:Portal/Directory). --Cessator 1. október 2010 kl. 00:33 (UTC)Reply
Takk - ég sé til með að setja upp gátt þegar og ef þetta verkefni stækkar. Ég efast um að það verði tilefni til þess í haust - það bætast við max 50 færslur um bandarísk stjórnmál og stjórnmálasögu, mikið af því verður þó uppfærslur á síðum sem eru til staðar eða fer einfaldlega undir flokka sem eru til staðar eða í vexti. Þetta er allavegana bráðskemmtilegt! MagnúsSveinnHelgason 1. október 2010 kl. 01:12 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Bandarísk stjórnmál“.