Kirkja hins fljúgandi spagettískrímslis

Kirkja hins fljúgandi spagettískrímslis (enska: Flying Spaghetti Monsterism; skammstöfun: FSM) eru gervitrúarbrögð sem ætluð eru sem háðsádeila á hugmyndir sköpunarsinna og vitshönnunarsinna um upphaf lífs og þróun þess. Trúin er aðallega runnin undan rifjum eðlisfræðingsins Bobby Henderson.

Áhangendur þessarar trúar kallast pastafarar (vísun í rastafara). Pastafarar trúa því að fljúgandi spagettískrímslið (enska: The Flying Spaghetti Monster), einnig kallað Hinn heilagi núðluleiki, hafi í upphafi skapað tré, fjöll og dverg. Fljúgandi spagettískrímslið lét einnig viljandi líta út fyrir að lífið á jörðinni hafi þróast, en það gerði það í raun ekki.

Tengt efni breyta

Tengill breyta