Flatatunga

(Endurbeint frá Flatatungu)

Flatatunga er bær á Kjálka í Skagafirði. Tungan sem bærinn er kenndur við myndast milli Héraðsvatna og Norðurár. Flatatunga er landnámsjörð Tungu-Kára og gamalt stórbýli. Í Þórðar sögu hreðu er sagt frá skála sem Þórður smíðaði í Flatatungu og var löngum talið að Flatatungufjalirnar, útskornar fjalir frá 12. öld sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Íslands, væru úr þeim skála. Aðrir hafa þó talið líklegra að þær séu úr kirkju, sennilega Hóladómkirkju. Aðeins örfáar fjalir hafa varðveist en þær eru hluti af stóru verki í býsönskum stíl sem sýndi dómsdag. Allmargar fjalir til viðbótar glötuðust er búrið í Flatatungu brann 1898.

Flatatungufjalirnar þykja mjög merkar, enda eru þær líklega elstu myndir sinnar tegundar á Norðurlöndum, og hefur mikið verið skrifað um þær. Selma Jónsdóttir skrifaði doktorsritgerð sína, Dómsdagurinn í Flatatungu (1959), um fjalirnar, Kristján Eldjárn skrifaði um þær og Hörður Ágústsson skrifaði bókina Dómsdagur og helgir menn á Hólum (1989) um fjalirnar.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.