Fjörumór
Fjörumór er vistgerð sem er fjara sem einkennist af þéttum setlögum sem upphaflega mynduðust í votlendi eða ferskvatnstjörnum. Fjörumór finnst þar sem land hefur sigið eða sjávarborð hækkað. Fjörumór gefur þannig vísbendingar um sjávarstöðubreytingar. Fjörumór myndar hart undirlag í fjörunni og ofan á því er oft þunnt leirlag. Oft eru fjörupollar í fjörumó. Einkenni þessarar vistgerðar er smávaxið þang eins og steinslý og brimskúfur sem spretta upp á vorin. Stundum er þar grjót sem er vaxið þangi.
Þekktasti fjörumórinn við Faxaflóa er mórinn í Seltjörn á Seltjarnarnesi en sá mór er talinn hafa byrjað að myndast fyrir um 9000 árum. Mór með miklum viðarleifum finnst í Staðarsveit á Snæfellsnesi.