Fjölverkavinnsla (e. multitasking) í tölvum er þegar mörg verkefni eru framkvæmd á sama tíma. Fjölverkavinnslan gerir tölvum kleift að keyra mörg forrit í einu og skipta á milli þeirra án upplýsingataps. Til dæmis þegar unnið er að ritgerð í ritvinnsluforriti og leitað að heimildum með vafra.

Örgjörvar

breyta

Í tilviki einstakra örgjörva er samt ekki verið að vinna mörg verkefni í einu heldur hafa þeir þann eiginleika að útdeila tíma sínum milli þeirra verkefna sem hann á eftir að framkvæma. Hver örgjörvir skiptir á milli verkefna mörgum milljón sinnum á sekúndu og því getur sýnst svo að örgjörvinn sé að sinna mörgum verkefnum á sama tíma. Þeir geta þó útvistað vinnslu sinni þannig að aðrir örgjörvar eða örgjörvakjarnar, séu þeir til staðar, sjái um vinnsluna. Með þeim hætti geta örgjörvar í sameiningu unnið að mörgum verkefnum á nákvæmlega sama tíma.

   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.