Fjárhús (stundum flokkuð niður í lambhús, ærhús, sauðhús og hrútakofa) eru gripahús þar sem bóndi hýsir sauðfé, einkum yfir vetrarmánuðina. Fjárhús eru misjöfn að stærð og lögun, en í þeim eru yfirleitt stórar krær þar sem féð er stúkað af, og meðfram þeim liggja garðar (eða gjafagrindur). Fjárhús með garða nefnast garðahús og fjárhús sem eru langt frá bæjarhúsum nefnast beitarhús en í slíkum húsum var fénu beitt jafnvel upp á hvern einasta dag. Fjárhús, beitarhús og garðahús eru oft notuð í fleirtölu, jafnvel þó aðeins ein bygging hýsi sauðféð.

Séð yfir fjárhús með gjafagrindum

Talað er um að "taka fé á hús", þegar fé er rekið inn í fjárhús og haft þar yfir veturinn.

Sjá einning

breyta

Ítarefni

breyta
   Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.