Fiskey eða Fiskeldi Eyjafjarðar var íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki sem var stofnað á Hjalteyri við Eyjafjörð 28. maí 1987 og voru stofnendur sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Rannsóknir sneru að umhverfisþáttum sjávar í Eyjafirði eins og hitastigi, seltu og súrefni ásamt tegundasamsetningu og dreifingu dýrasvifs í firðinum. Gerð var athugun með smálúðu og þegar grunnrannsóknum lauk 1988 var tekin ákvörðun um að hefja framleiðslu lúðuseiða. Markmiðið var að þróa aðferðir til fjöldaframleðslu á seiðum og vera með fyrstu fyrirtækjum í heiminum til að markaðssetja eldislúðu. Árið 1990 voru fyrstu seiðin framleidd og félagið varð fyrst í heiminum til að framleiða lúðuseiði í eldisstöð. Fyrirtækið vann ýmis verðlaun fyrir nýsköpun. Á mektardögum þess hafði það um 25 seiðastöðvar í Noregi, Skotlandi og Kanada. Fiskey vann með bætibakteríur í samstarfi við Matís .[1]

Fiskey varð gjaldþrota árið 2011, eftir að hafa glímt í þrjú ár við framleiðslubrest.[2]

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Stofnun og þróun Fiskeyjar http://fiskey.is/fyrirtaekid.php Geymt 2 nóvember 2010 í Wayback Machine
  2. Fiskey gjaldþrota http://www.ruv.is/frett/fiskey-gjaldthrota