Fimmtardómur

Fimmtardómur var dómstóll á Alþingi sem var stofnaður stuttu eftir árið 1000 og náði yfir landið allt. Til fimmtardóms var hægt að skjóta málum sem höfðu verið dæmd í fjórðungsdómum og var þetta því í rauninni hæstiréttur landsins. Í fimmtardóm voru skipaðir 48 menn en síðan mátti hvor málsaðili ryðja sex mönnum úr dómnum, þannig að 36 dæmdu. Þar réði einfaldur meirihluti úrslitum mála. Þetta fyrirkomulag hélst út þjóðveldisöldina.

TengillBreyta