Fiann Paul

íslenskur listamaður og íþróttamaður (f. 1980)

Fiann Paul (fæddur í Póllandi árið 1980) er íslenskur listamaður, íþróttamaður, landkönnuður og ræðumaður. Hann er metsælasti landkönnuður heims og er handhafi flestra frammistöðutengdra Guinness heimsmeta sem náðst hafa innan einnar og sömu íþróttagreinar. Heimsmet Fianns eru nú samtals 41, þar af 33 byggð á frammistöðu.[1][2][3][4] Til samanburðar átti Michael Phelps 26 heimsmet þegar hann var á hápunkti ferils síns, þar af 24 frammistöðutengd en í dag eru met hans 23 (20 frammistöðutengd). Roger Federer átti 29 heimsmet á sínum hápunkti (þar af 25 frammistöðutengd) og á í dag 30 (18 frammistöðutengd).

Fiann Paul
Innsetning frá 2011 eftir Fiann Paul. Innsetningin er ljósmyndir af mæðrum frá afskekktum svæðum á Íslandi að gefa börnum brjóst. Sýningin var á húsvegg á Tryggvagötu í Reykjavík
Innsetning frá 2008 á endurbyggingarsvæði á mörkum Austurstrætis og Lækjargötu í Reykjavík

Fiann tekur þátt í sjávarróðri fyrir Íslands hönd[5] og hefur róið yfir stóru úthöfin fimm á árabát, án fylgdarbáta. Árið 2016 hlaut hann titilinn hraðskreiðasti úthafsræðari heims og árið 2017 varð hann sá maður sem slegið hefur flest heimsmet í úthafsróðri. Frá og með árinu 2020 er Fiann fyrsti og eini einstaklingurinn til að ná Ocean Explorers Grand Slam, þ.e. að róa yfir hafsvæðin fimm.[1] Til samanburðar hafa um 50 manns náð Explorers Grand Slam á landi. Fiann er nú handhafi 41 Guinness heimsmeta, þar af 33 vegna frammistöðu. Þar af eru nokkur sem fela í sér þann árangur að vera fyrstur til að setja heimsmet í ákveðnum flokkum. Hann var fyrstur manna til að róa yfir fimm úthöf og fyrstur manna til að eiga samtímis fimm hraðamet vegna þeirra róðra[1][2] Fiann var fyrirliði leiðangurs þar sem flest heimsmet voru slegin,[3] fremsti ræðari (stroke) hraðskreiðasta bátar í sögu úthafsróðurs[6][7] og fremst ræðari (stroke) í róðrunum yfir úthöfin fimm þar sem hraðamet var slegið í hverjum róðri fyrir sig.[8][9] Fiann var einnig fyrirliði þeirra þriggja vel heppnuðu brautryðjendaleiðangra sem róið hefur verið yfir heimsskautahöfin. Hann var fyrsti einstaklingurinn til að róa yfir mest krefjandi hafsvæði heimskautanna tveggja.[1]

Sem listamaður hefur Fiann haldið stórar sýningar á landsvísu auk alþjóðlegra sýninga. Megininnihald sýninga hans hefur verið: frumbyggjar, réttindi barna, brjóstagjafir og réttindi dýra. Fiann var annar tveggja höfunda “Dialog”, sýningar ljósmynda af íslenskum börnum sem prýddu gatnamót Lækjargötu og Bankastrætis árið 2008.[10] Hann var einnig höfundur verksins “See it!” sem ætlað var til að koma af stað vakningu brjóstagjafar, en sýningin var í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur árið 2011.[11] Sem listamaður tók Fiann einnig þátt í að styðja velferð færeysks hestakyns sem var í útrýmingarhættu.[12]

Árið 2011 Stofnuðu Fiann og Natalie Caroline góðgerðasamtök sem byggðu grunnskóla í fjöllum Himalaja árið 2013. Skólinn menntar 150 nemendur ár hvert.[13] Í verkefninu gat Fiann nýtt sér menntun sína á sviði arkitektúrs og kennslu.[14][15]

Sem stendur stundar Fiann framhaldsnám í Depth Psychology og undirgengst nú þjálfun til þess að verða Jungian Analyst við C.G. Jung stofnunina í Zurich.[16] Hans helsti áhugi á sviði Depth Psychology liggur í karlmennsku „archetype‘‘. Hann hefur haldið marga fyrirlestra og hvatningaræður og hefur staðið fyrir námskeiðum víða erlendis.[17][18]

Tenglar breyta

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Impossible Row team achieve first ever row across the Drake Passage“. Guinness World Records (bresk enska). 27. desember 2019. Sótt 12. janúar 2020.
  2. 2,0 2,1 „Search Results“. Guinness World Records (bresk enska). Sótt 12. janúar 2020.
  3. 3,0 3,1 http://www.mensjournal.com/adventure/articles/speaking-with-the-men-of-the-record-breaking-polar-row-expedition-w501659
  4. http://www.huffingtonpost.com/marc-boyd/team-uniting-nations-on-p_b_10930774.html
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2017. Sótt 14. ágúst 2016.
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2016. Sótt 11. desember 2017.
  7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2017. Sótt 11. desember 2017.
  8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2017. Sótt 11. desember 2017.
  9. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2019. Sótt 11. desember 2017.
  10. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2016. Sótt 21. september 2016.
  11. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2017. Sótt 21. september 2016.
  12. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2016. Sótt 21. september 2016.
  13. http://icelandreview.com/news/2014/08/14/ocean-rower-sets-four-world-records-iceland
  14. https://issuu.com/frettatiminn/docs/22_08_2014_lr/32
  15. http://icelandnews.is/islandia/ciekawostki-islandia/fiann-paul-rekordzista-trzech-oceanow
  16. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2016. Sótt 21. september 2016.
  17. https://issuu.com/frettatiminn/docs/22_08_2014_lr/32
  18. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. september 2016. Sótt 21. september 2016.