Feministiskt initiativ
Feministiskt initiativ er feminískur stjórnmálaflokkur í Svíþjóð. Flokkurinn var stofnaður árið 2005 og bauð fyrst fram í sænsku þingkosningunum 2006. Fyrsti fulltrúi flokksins til að ná kjöri í kosningum á landsvísu er Soraya Post, sem var kosin á Evrópuþingið árið 2014.
Árangur í kosningum á landsvísu
breytaÁr | Kosningar | Hlutfall |
---|---|---|
2006 | Riksdag | 0,68% |
2009 | Evrópuþingið | 2,22% |
2010 | Riksdag | 0,40% |
2014 | Evrópuþingið | 5,3% |