Vopnin kvödd

(Endurbeint frá Farewell to Arms)

Vopnin kvödd (enska: A Farewell to Arms) er skáldsaga eftir Ernest Hemingway sem hann byggði á starfi sínu sem sjúkrabílstjóri í fyrri heimsstyrjöldinni. Vopnin kvödd kom út árið 1929 og í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness 1941.

Vopnin kvödd
Kápa ítalskrar útgáfu bókarinnar frá 1965.
HöfundurErnest Hemingway
Upprunalegur titillA Farewell to Arms
ÞýðandiHalldór Laxness (1941)
LandBandaríkin Fáni Bandaríkjana
TungumálEnska
ÚtgefandiCharles Scribner's Sons
Útgáfudagur
1929; fyrir 96 árum (1929)
ISBNISBN 9979319089

Laxness segir í viðtali við Vísi 1981 um þýðingu sína: [1]

Eitt erfiðasta verk sem ég hef unnið um dagana var að þýða Farewell to Arms. Ég hérumbil gafst upp á því. En ég lærði mikið á því. Líka Indriði Þorsteinsson... Ég byrjaði held ég síðsumars á því, fyrsta stríðsárið. Fór svo uppá Hellisheiði, þegar leið á haust; settist þar að í Skíðaskálanum í sífeldum byl. Ætli það hafi ekki verið einir tveir þrír mánuðir sem ég var allur í þessu; gerði að minnsta kosti ekkert ilt af mér á meðan, hélt ég. Þetta þótti með fádæmum vond bók hér á landi. Aldrei í sögu heimsins hefur nokkrum manni verið svo úthúðað fyrir þýðingu eins og mér fyrir Vopnin kvödd. Þjóðin sjálf og margir hennar bestu menn risu upp gegn þessum andskota í bókarlíki.

Tilvísun

breyta
  1. Halldór og Hemingway; grein í Lesbók Morgunblaðsins 2002
   Þessi bókmenntagrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.