Föstudagskvöld með Gumma Ben

Föstudagskvöld með Gumma Ben (oft kallaðir Föstudagskvöld) voru skemmtiþættir og spjallþættir sem sýndir voru á Stöð 2. Þáttastjórnandi var Gummi Ben. Hinn umsjónarmaður var Sóli Hólm (Sólmundur Hólm Sólmundsson) sem sá um kynningar á gestunum og kom með nokkra dagskráliði inn á milli eins og Eftirhermuhjólið. Nafn þáttarins breyttist í annarri þáttaröð í Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla.

ÞáttaraðirnarBreyta

Fyrsta þáttaröðin var sýnd haustið 2019. Fyrstu níu þættirnir voru sýndir 27. september - 22. nóvember 2019. Tíundi þátturinn var sýndur 22. desember 2019 og var jólaþáttur.

Önnur þáttaröðin byrjaði 14. febrúar 2020 og endaði 3. apríl 2020. Hún var með átta þætti.

DagskráliðirBreyta

Dagskráliðirnir voru:

  • Dagskrárkynning
  • Eftirhermuhjólið

Einnig voru nokkrir liðir í jólaþættinum:

  • Jólahjólið
  • Jólapakki