Föstuboð Þorláks helga

Föstuboð Þorláks helga var tilskipun eða boð Þorláks helga frá 1180 um föstuhald í Skálholtsbiskupsdæmi. Frá þeim segir í sögu hans: „Um daga Þorláks biskups var í lög leitt að halda heilagt Ambrosíusdag[1] og Sessilíudag[2] og Agnesardag[3] og að fasta náttföstur fyrir postulamessur og Nikulásmessu. Hann bauð ríkt að halda frjádaga föstu, svo að engan skyldi tvímælt eta rúmhelgan, nema þann einn, er í páskaviku er. Hann hélt svo ríkt sjálfur frjádaga, að hann át alla þurrt, ef hann var heill, en hann var svo linur og hægur í því, þá er hann var sjúkur, að hann át hvítan mat á imbrudögum og frjádaga, ef hann var þess beðinn ...“[4] Föstuboð Þorláks tóku til þeirra, sem voru á aldrinum 16-70 ára og voru heilir heilsu, og nokkru linara var boðið, ef fátækt fólk átti ekki viðeigandi föstumat. Þessi boð eru prentuð í Íslenzku fornbréfasafni.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge: Den hellige Ambrosius av Milano. Skoðað 3. september 2010. Allt frá elleftu öld hefur messudagur Ambrósíusar í rómversku kirkjunni verið 7. desember.
  2. Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge: Den hellige Cecilia av Roma. Skoðað 3. september 2010. Sesseljumessa er 22. nóvember.
  3. Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge: Den hellige Agnes av Roma. Skoðað 3. september 2010. Hinn 21. janúar er algengasti messudagur Agnesar, en á fyrri tíð var einnig messað 28. janúar.
  4. Þorláks saga hin elsta, 15. kafli.
  5. Íslenzkt fornbréfasafn I, bls. 235-236, Kaupmannahöfn 1857-1876. Skoðað 2. september 2010 (pdf 64 MB).