Föðurlandsvinalögin

Bandarísk hryðjuverkalög sett árið 2001

Föðurlandsvinalögin[1] (e. PATRIOT Act) voru bandarísk hryðjuverkalög sem sett voru af George W. Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 og framlengd af Barack Obama.[1]

George W. Bush undirritar föðurlandsvinalögin þann 26. október 2001.

Lögin rýmkuðu verulega heimildir lögreglu og stjórnvalda til eftirlits með fjarskiptum og auðvelduðu þeim aðgang að persónuupplýsingum fólks. Lögin drógu úr eftirliti dómstóla með aðgerðum lögreglu og rýmkuðu eftirlitsheimildir leyniþjónustu með því að gera þær undanþegnar hefðbundnum reglum um sakamálarannsóknir. Jafnframt fólu lögin í sér strangari reglur um útlendingaeftirlit og heimiluðu að útlendingi væri haldið í gæslu án ákæru í allt að viku ef ástæða væri talin til þess að telja hann ógn við þjóðaröryggi.[2]

Bandaríkjaþing framlengdi lögin ekki aftur árið 2020 og þau eru því runnin úr gildi.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 mbl.is: Föðurlandsvinalögin framlengd
  2. Páll Þórhallsson (4. nóvember 2001). „Löggæslan fær frjálsari hendur“. Morgunblaðið. bls. 24.
  3. Savage, Charlie (27. mars 2020). „House Departs Without Vote to Extend Expired F.B.I. Spy Tools“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 27. október 2021.
   Þessi stjórnmálagrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.