Fótstig (pedall, pedali eða fetill) er spaði sem stigið er á t.d. á reiðhjóli til að knýja hjólið áfram eða er stiginn þegar hemlað er (sbr. t.d. bremsupedali). Fótstig er einnig að finna á mörgum orgelum, stundum til að pumpa í þau hljóm, en sérstaklega undir þeim sem leikið er á með fótunum. Stundum er slíkt fótstig einnig nefnt fótrim, sérstaklega ef slíkur spaði stýrir tónhæð, endurómi eða hljómblæ hljóðfæris (sbr. píanó).

Fótstig má einnig finna á dýrabogum, eins og segir í bók Theódórs Gunnlaugssonar: Á refaslóðum.

[Boginn er tekinn og] spenntur á vinstra kné sér þannig, að fótstigið veit að manni en viðhaldið, sem leggst yfir annan arm bogans hangir niður utan á honum.

Fótstigið í dýrabogum er gikkurinn sem lokar honum, þ.e.a.s. þegar dýrið stígur á fótstigið þá hrekkur boginn saman.

Á rokk nefnist fótstigið fótafjöl eða dútré.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.