Rokkur er handknúið eða fótstigið verkfæri með allstóru kasthjóli, til að spinna þráð og vinda þráðinn upp á snældu. Rokkar komu fyrst fram í Indlandi á tímabilinu 500 f.k. til 1000 f.k. Rokkarnir leystu af hólmi eldri tækni sem var að spinna með halasnældu. Spunavélar komu svo í stað rokka á tímum Iðnbyltingarinnar.

Öldruð kona spinnur á írskan rokk - frá um 1900
Myndband af konu að spinna á charkharokk
Sænskur hjólrokkur

Elstu skýringarmyndir sem sýna rokka eru frá Bagdad frá árinu 1234, Kína frá árinu 1270 og Evrópu frá árinu 1280. Fundist hafa ummerki um að rokkar hafi verið í notkun í Kína og Austurlöndum nær þegar á elleftu öld.

Fyrstu rokkarnir voru hinir indversku charkharokkar. Í frelsisbaráttu Indverja kvatti Mahatma Gandhi Indverja til að spinna og vefa efnið khadi á slíka vefstóla og var það bæði liður í frelsisbaráttunni og til að stuðla að sjálfsögun.

Síðan komu fram svonefndir skotrokkar en það eru handknúnir rokkar með stóru hliðarhjóli.

Orðið skotrokkur eða stólrokkur er einnig notað í íslensku um fótstiginn rokk með hliðarhjóli þ.e. með snældubúnaði (hnokkatré og rokksnældu) við hliðina á rokkhjólinu.

Erfitt er að fastsetja ártöl fyrir þróun rokksins. Í fyrstu voru rokkar handknúnir en sagnir herma að árið 1533 hafi íbúi í Brúnsvík í Neðra-Saxlandi búið til rokk með fótstigi og þá gat sá sem spann notað fótinn til að tvinna þráðinn saman og báðar hendur til að spinna. Á 16. öld ná útbreiðslu fótstignir rokkar sem tvinna saman garni.

Í árdaga Iðnbyltingar þurfti að minnsta kost fimm manns á rokkum til að spinna garn fyrir einn vefstól. Lewis Paul and John Wyatt reyndu að auka afköst í spuna og fengu einkaleyfi á rokk sem þeir nefndu Roller Spinning machine árið 1738.

Rokkar á ÍslandiBreyta

Upphaflega var mest spunnið á halasnældu en hjólrokkar tóku ekki að berast til landsins fyrr en á miðri 18. öld og fram yfir miðja 20. öld tíðkaðist að nota halasnældur meðfram til að tvinna. Það var um 1711-1712 sem fyrsti rokkurinn og fyrsti vefstóllinn kom til Íslands og það var Lárus Gottrup sem flutti þá inn.


HeimildirBreyta

  • Greinin Spinning Wheel á ensku Wikipedía.