Feidías
(Endurbeint frá Fídías)
Feidías eða Fidías (forngrísku Φειδίας) (um 491 f.Kr. - 430 f.Kr.) var aþenskur myndhöggvari. Hann er almennt talinn hafa verið merkasti myndhöggvari fornaldar.
Feidías hannaði Meyjarhofið á Akrópólíshæð í Aþenu og Seifsstyttuna í Ólympíu. Í Aþenu var Feidías ráðinn til verka af Períklesi, sem greiddi honum laun úr sjóði Deleyska sjóbandalagsins.