Fáni Litáens
(Endurbeint frá Fáni Litháen)
Fáni Litáens er þrílitur með lóðréttum gulum, grænum og rauðum. Var hann tekinn upp að nýju 20. mars 1989, tæpum 2 árum áður en landið fékk aftur sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
Fáninn var notaður á árunum 1918–1940 eða þangað til landið missti fullveldi sitt og varð hersetið af Sovétríkjunum. Var fáninn á millistríðsárunum þó lítið eitt ljósari.
Seinasta breyting sem á honum var gerð átti sér stað 2004 þegar lengdar-breiddar hlutföllunum var breytt frá 1:2 til 3:5.