Fáni Barbados
Fáni Barbados var tekinn í notkun á sjálfstæðisdegi landsins þann 30. nóvember 1966. Fáninn samanstendur af tveimur bláum borðum aðskildum af gulum borða í miðjunni. Í miðjum gula borðanum er höfuð á þrítenntum gafli. Svarti gafallinn táknar sjálfstæði frá Bretlandi. Blái liturinn táknar himininn og hafið en sá guli táknar sandinn á Barbados. Hlutföllin eru 2:3.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fáni Barbados.