Eyrugla (fræðiheiti: Asio otus (áður: Strix otus)) er uglutegund sem verpir í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Eyrugla er meðalstór ugla 31–37 sm löng með 86–98 sm vænghaf. Kvenfuglinn er stærri og dekkri en karlfuglinn. Varptími er frá febrúar til júlí. Eyruglur eru að hluta til farfuglar sem fljúga suður á bóginn á veturna. Heimkynni eyrugla eru skógarjaðrar nálægt opnu svæði.

Eyrugla

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Uglur (Strigiformes)
Ætt: Eiginlegar uglur (Strigidae)
Ættkvísl: Asio
Tegund:
A. otus

Tvínefni
Asio otus
(Linnaeus, 1758)
Samheiti

Asio wilsonianus

Útbreiðslukort.
Asio otus otus

Eyruglur gera hreiður í trjám, oft barrtrjám og nota gömul hreiður frá öðrum fuglum eins og krákum og hröfnum. Vanalega eru eggin 4 - 6 og útungunartími er 25 - 30 dagar.

Eyruglur veiða á opnum svæðum að nóttu til. Fæða eyruglna er aðallega nagdýr, lítil spendýr og fuglar.[1] Erlendis éta eyruglur helst stúfmýs (Microtus). Stúfmýs lifa ekki á Íslandi en eyruglur hér éta helst hagamýs en einnig smáfugla og húsamýs í einhverjum mæli.[2]

Eyruglur eru nýir landnemar á Íslandi og hafa verpt þar. Þær má þekkja frá branduglum á því að þær hafa stærri eyru og augu þeirra eru appelsínugul en gul í branduglum.

Stærð íslenska stofns eyruglna er ekki þekktur er hefur verið talinn vera um 15-20 pör. [3]

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. Yalden, D. W. (1985). Dietary separation of owls in the Peak District. Bird study, 32(2), 122-131.
  2. Hildur Helga Jónsdóttir (2019). Fæðuval eyrugla (Asio otus) á Íslandi. BS-Verkefni Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. 15 bls.
  3. Branduglur verpa í lúpínubreiðumRúv. Skoðað 30. júlí, 2019
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist