Eyrún Ingadóttir

(Endurbeint frá Eyrún ingadóttir)

Eyrún Ingadóttir (fædd á Hvammstanga 26. september 1967) er íslenskur rithöfundur og sagnfræðingur. Eyrún varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1987 og lauk BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun og starfsmannamálum frá EHÍ 2003.

Starfsferill

breyta

Eyrún er skristofustjóri hjá Lögmannafélagi Íslands og var framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands 2003-2024. Þá var hún framkvæmdastjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra 1996-2002. Að auki hefur Eyrún farið sem fararstjóri á vegum Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélagsins, Bændaferða og Mundo til Suður-Afríku, Namibíu, Marokkó, Víetnam, Kambódíu, Japans, Suður-Kóreu, Argentínu, Perú og fleiri landa.

Eyrún hefur einnig farið með hópa á slóðir síðustu aftökunnar á Vatnsnesi, á slóðir Sigríðar í Brattholti og vorið 2024 hóf hún að bjóða upp á göngur í Reykjavík undir yfirskriftinni: "Glæpur og refsing í Elliðaárdalnum".

Árið 2023 stofnaði Eyrún útgáfufyrirtækið Skáldasýsluna og gaf út bókina Upphafshögg - ljóð um listina að spila golf.

Rit eftir Eyrúnu

breyta
  •  
    Nokkar bóka Eyrúnar
    Saga Húsmæðraskóla Reykjavíkur í 50 ár, 1992
  • Að Laugarvatni í ljúfum draumi: Saga Húsmæðraskóla Suðurlands, 1995
  • Gengið á brattann: Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar „alkakrækis“, 1998
  • Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð: Fæðingarsögur íslenskra kvenna (Ritstjórn ásamt Margréti Jónsdóttur Njarðvík, Sóleyju Tómasdóttur og Svandísi Svavarsdóttur)
  • Ríkey ráðagóða,(barnabók) 2005
  • Sagnamaðurinn Örn Clausen segir sögur af samferðafólki, 2005
  • Ljósmóðirin, (söguleg skáldsaga) 2012
  • Konan sem elskaði fossinn: Sigríður í Brattholti (söguleg skáldsaga) 2021
  • Upphafshögg - ljóð um listina að spila golf, 2024
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.