Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu
Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu (enska: UEFA European Women's Football Championship stytt í Euros) er knattspyrnumót evrópulanda sem haldið hefur verið frá árinu 1984, framan af annað hvert ár en í seinni tíð á fjögurra ára fresti. Þýskaland er sigursælasta liðið með átta meistaratitla.