Evrópskur hafbarri

Hinn evrópski hafbarri (eða vartari) er botnfiskur sem er um 23-46 sentimetrar á lengd og vegur allt að 6,5 kg. Hann lifir á 10-100 metra dýpi og þegar hitastig vatns stendur í 8°C – 24°C þá eru kjöraðstæður fyrir evrópska hafbarrann. Hann lifir bæði í ferskvatni og saltvatni sem og sjó, en heldur sig þó yfirleitt nálægt landi. Helsta fæða hans eru rækjur, litlir krabbar og aðra smá fiska. Evrópski hafbarrinn veiðist aðallega í Evrópu eins og nafnið kann að gefa til kynna, allt frá ströndum Noregs og niður til Marokkó. Mikið er veitt af honum í Eystrasaltinu og í Miðjarðarhafi, þá finnst hann einnig í Svartahafi og Norðursjó.[1]

Dicentrarchus labrax

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Beinfiskar (Osteichthyes)
Undirflokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Perciformes
Ætt: Vartaraætt (Moronidae)
Ættkvísl: Dicentrarchus
Tegund:
D. labrax

Tvínefni
Dicentrarchus labrax
(Linnaeus, 1758)

Samheiti
click to expand
  • Perca labrax Linnaeus, 1758
  • Labrax labrax (Linnaeus, 1758)
  • Morone labrax (Linnaeus, 1758)
  • Roccus labrax (Linnaeus, 1758)
  • Sciaena labrax (Linnaeus, 1758)
  • Sciaena diacantha Bloch, 1792
  • Labrax diacanthus (Bloch, 1792)
  • Perca diacantha (Bloch, 1792)
  • Centropomus lupus Lacepède, 1802
  • Dicentrarchus lupus (Lacepède, 1802)
  • Labrax lupus (Lacepède, 1802)
  • Centropomus mullus Lacepède, 1802
  • Perca elongata É. Geoffroy Saint-Hilaire, 1817
  • Dicentrarchus elongatus (É. Geoffroy Saint-Hilaire, 1817)
  • Labrax elongatus (É. Geoffroy Saint-Hilaire, 1817)
  • Perca sinuosa É. Geoffroy Saint-Hilaire, 1817
  • Labrax vulgaris Guérin-Méneville, 1829-38
  • Labrax linnei Malm, 1877
Evrópskur hafbarri.

Hér til hliðar má sjá evrópskan hafbarra. Eins og sjá má á myndinni er hann silfurgrár að lit, hefur tvo bak-, tvo eyr-, tvo kvið- og einn gotraufarugga og að lokum sporðblöðku. Vitað er til þess að tegundin hafi orðið um 30 ára gömul. Það sem greinir evrópska hafbarrann frá öðrum tegundum hafbarra er ýmislegt. Til að mynda má þekkja hann á einkennandi silfurgráum lit.

Tafla 1: Hér má sjá skiptingu veiða á evrópska hafbarrans árin 2000-2017.

Það var árið 1973 sem evrópski hafbarrinn var fyrst framleiddur, þá í ísöltu vatni í Ítalíu. Það var einungis í afar litlu magni fyrstu árin, en jókst þó ár frá ári. Árið 1979 fóru Grikkir og Portúgalar að gera tilraunir með eldi á evrópska hafbarranum, ólíkt Ítölum þá fór þeirra eldi fram í sjókvíum. Segja má að þetta hafi verið góð ákvörðun hjá Grikkjum, en þeir hafa haldið sig við þessa aðferð til dagsins í dag og framleiða nú um og yfir 40.000 þúsund tonn árlega. Af þeim 29 löndum sem hafa prófað sig áfram á ýmsan hátt í framleiðslu á evrópska hafbarranum er Egyptar einir þjóða sem hafa látið reyna á eldi í ferskvatni, en þeir framleiddu 50 þúsund tonn árlega á árunum 2008-2013. Í ræktun á evrópska hafbarranum eru eftirfarandi skref framkvæmd. Fyrst eru eggin frjóvguð af karlfisknum, því næst er eggjunum komið fyrir þar sem þau ná að klekjast í friði, en það tekur allt að 48 tíma. Fyrst um sinn er fæði lirfanna mjög einhæft, aðallega þang og plöntusvif, eftir 40-50 daga eru lirfurnar fluttar um set og fá próteinríkara fæði. Að lokum eru seiðin flutt aftur 3-4 vikum seinna í svokallað seiðaeldi, en þar ná seiðin um 2-5g þyngd á tveimur mánuðum og verða tilbúin til flutnings í eldisstöðina. Þar stækkar fiskurinn og dafnar og getur orðið allt að 12 kg og 1m við bestu aðstæður.[2]

Tafla 2: Samtala framleiðslu í sjókvíum árin 2000-2017, hjá sex stærstu framleiðslulöndunum.

Taflan 1 hér til hliðar sýnir hvernig veiðar á evrópska hafbarranum skiptust á árunum 2000-2017, um 93% af fisknum kemur úr fiskeldi, 81% kemur úr sjókvíum og 12% úr eldi í ísöltu vatni. 7% heildarafla evrópska hafbarrans kemur vegna veiða á hafi úti. Það er því umtalsverður meirihluti sem kemur úr fiskeldi. Það vekur athygli þegar rýnt er í gögnin að þau tíu stærstu lönd sem koma að framleiðslu og veiði á evrópska hafbarranum eru öll á miðjarðarhafsvæðinu.

Tafla 3: Veiðar og framleiðsla á evrópska hafbarranum síðustu fimm ár. Athugið að Y-ásinn nær frá 100.000-250.000.

Á töflunni 2 hér til hliðar var eldi í sjókvíum tekið fyrir, þetta eru þau sex lönd sem framleiddu mest magn af evrópska hafbarranum árin 2000-2017.  Tyrkland og Grikkland bera þarna höfuð og herðar yfir önnur lönd, en Tyrkland framleiddi 870.532 þúsund tonn á þessum árum og Grikkland 598.805 þúsund tonn. Þá vekur athygli að þetta eru einungis lönd í Evrópu, það kemur sennilega til vegna þess að þau Afríkulönd sem standa í framleiðslu og veiði á evrópska hafbarranum er frekar í landeldi, aðallega í ísöltu vatni. Þessi sex lönd framleiddu samtals 1.835.785 þúsund tonn á þessu átján ára tímabili.

Á töflu 3 hér til hliðar er hægt að sjá hversu mikið hefur verið framleitt og veitt alls af evrópska hafbarranum síðustu fimm ár. Þá sést greinilega að mikil aukning hefur verið á veiðum og vinnslu hans ár frá ári, það skýrist vegna aukins fiskeldis í sjókvíum.

Tilvísanir

breyta
  1. „Dicentrarchus labrax, European seabass : fisheries, aquaculture, gamefish“. www.fishbase.se. Sótt 1. febrúar 2021.
  2. Anonymous (16. september 2016). „European seabass“. Fisheries - European Commission (enska). Sótt 2. febrúar 2021.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.