Erkibiskup Uppsala er erkibiskup Svíþjóðar. Embættið var búið til af Alexander 3. páfa sem skipaði Stefán fyrsta erkibiskupinn árið 1164. Árið 1531 skipaði Gústaf 1. Vasa Laurentius Petri erkibiskup og gerði þar með sænsku kirkjuna formlega að mótmælendakirkju. Árið 2000 var búið til embætti biskups Uppsala til hliðar við erkibiskupsembættið. Núverandi erkibiskup er Antje Jackelén.

Antje Jackelén, erkibiskup Uppsala.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.