Erika Höyer
Erika Höyer (12. júní 1900 - 9. maí 1982) var húsfreyja í Hveradölum og við Gunnuhver á Reykjanesi. Hún var gift Anders Christian Carl Julius Höyer Høyer og vann ásamt manni sínum að garðyrkju og blómarækt í Hveradölum og síðan að því að herða hveraleir við jarðhita. Endurminningar hennar hafa komið út á íslensku og dönsku.
Erika fæddist í Kúrlandi, á heimili þar sem töluð var þýska en í skólanum var töluð rússneska og við bændurna í kring var töluð lettneska. Hún flutti á fermingaraldri til Rússlands og að loknu fyrra stríði til Þýskalands. Síðan bjó hún mörg ár sem einyrki á heiðum Íslands. Í seinna stríði urðu Eirika og maður hennar innlyksa í Danmörku. Árni Óla þýddi endurminningar hennar á íslensku og komu þær út árið 1942 undir nafninu Anna Iwanowna.
Heimildir
breyta- Minning Erika Höyer, Íslendingaþættir Tímans - 24. tölublað (23.06.1982)
- Legstaðaleit Erika Höyer Høyer
- Anna Iwanowna, Morgunblaðið - 89. tölublað (28.05.1942)
- Anna Iwanowna, Helgafell 3. hefti(01.05.1942)
- Um bækur, Anna Iwanowna, Útvarpstíðindi - 24. tölublað (08.06.1942)
- Hveradala Höyer og kona hans (texti Ólafur Stefánsson, Syðri Reykjum), Litli Bergþór - 2. tölublað (01.12.2012)