Erich Maria Remarque
(Endurbeint frá Erich Paul Remark)
Erich Maria Remarque, fæddur Erich Paul Remark, (22. júní 1898 – 25. september 1970) var þýskur rithöfundur, sem er einna þekktastur fyrir skáldsögu sína Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum (þýska: Im Westen nichts Neues), sem fjallar um lífið í fyrri heimsstyrjöld. Remarque gegndi sjálfur herþjónustu á Vesturvígstöðvunum í heimsstyrjöldinni fyrri. Bókin var bönnuð í Þýskalandi á tímum Þriðja ríkisins. Hún kom út í íslenskri þýðingu Björns Franzsonar árið 1930.
Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.