Arfgerð
Arfgerð[1][2][3] (einnig erfðafar[3][4] eða erfðagervi[3]) í erfðafræði eru eiginleikar sem lífvera hefur erft og mun skila til niðja sinna,[4] en eiginleikarnir koma ekki endilega fram í hjá einstaklinginum sjálfum. Arfgerð er notuð bæði í víðari og þröngri merkingu. Í víðum skilningi lýsir arfgerð samsetningu allra gena einstaklings sem hann hefur erft frá foreldrum sínum. Í þrengri skilningi er talað um arfgerð ákveðins gens þ.e.a.s. samsetning samsæta (allela) ákveðins gens lýsir arfgerð einstaklingsins fyrir það tiltekna gen.
Tvílitna lífverur, eins og maðurinn, hafa tvö eintök af sama geni, eitt frá móður og annað frá föður. Hvort eintak um sig kallast samsæta eða allel. Samsæturnar geta verið eins eða breytilegar sín á milli en þær lýsa arfgerð lífverunnar m.t.t. ákveðins gens. Arfgerð er einn þeirra þátta sem hafa áhrif á svipfar lífvera. Aðrir þættir sem máli skipta eru umhverfisþættir, utangenaerfðir, samspil gena og umhverfis og tilviljunar svipfarið.[5]
Tengt efni
breytaTenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Orðið „arfgerð“ Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine á Hugtakasafni Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis
- ↑ Orðið „Arfgerð“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Orðið „Arfgerð“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
- ↑ 4,0 4,1 Orðið „Arfgerð“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
- ↑ Arfgerð og svipgerð[óvirkur tengill] á www.geni.is Geymt 17 janúar 2012 í Wayback Machine