Erfðamengi
(Endurbeint frá Genamengi)
Erfðamengi, eða genamengi er hugtak sem notað er í erfðafræði og lífupplýsingafræði sem safnheiti yfir allt erfðaefni í lífveru, jafnt gen sem önnur svæði kjarnsýranna. Í erfðamenginu eru fólgnar allar arfbærar upplýsingar og því ætti í grundvallaratriðum að vera hægt að endurgera starfhæfa lífveru út frá erfðamenginu, væru allir þroska- og stjórnunarferlar lífverunnar þekktir til fullnustu.
Tengt efni
breytaLíftæknigátt
Tenglasafn í líftækni
Tenglasafn í líftækni
Tenglar
breytaErfðamengi nokkura tilraunalífvera hafa verið raðgreind. Hér eru tenglar á síður helgaðar nokkrum helstu tilraunalífverum (model organisms):
- Gersveppurinn Saccharomyces cerevisiae - aðal tilraunalífvera sameindalíffræðinga
- Vorskriðnablóm Arabidopsis thaliana - uppáhald plöntuerfðafræðinga
- Ávaxtaflugan - Drosophila melanogaster - mest notuð í þroskunarerfðafræði og þróunarfræði