Wardruna er norsk hughrifahljómsveit sem dregur innblástur sinn frá rúnum og andlegum hefðum norrænnar menningar. Hljómsveitin var stofnuð af Einari Selvik (einnig þekktur sem Hvíthrafn) árið 2003 ásamt tónlistarmönnunum Gaahl og Lindy Fay Hella.

Wardruna
Upplýsingar
UppruniNoregur, Bergen 2003
Ár2003 -
StefnurHughrifatónlist - Norræn þjóðlagatónlist

Árið 2009 kom út fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Rúnaljóð - Gap var ginnunga og var hún tileinkuð 8 rúnum. Annar geisladiskur hljómsveitarinnar Rúnaljóð - Yggdrasill kom út árið 2013 og sá var tileinkaður öðrum rúnum af sama fjölda.

Árið 2014 hlaut hljómsveitin heimsathygli þegar lög hennar voru notuð í írsk-kanadísku sjónvarpsþáttaröðinni Vikings.

Árið 2015 sagði Einar Selvik, þegar hann útskýrði merkingu að baki laginu Helvegurinn, að tilgangurinn með Wardruna væri ekki tilraun til að endurskapa hið forna heldur að skapa nýja söngva, ný lög, því söngvarnir sem eitt voru væru horfnir, væru dauðir.[1]

Árið 2022 kom sveitin fram í Eldborg í Hörpu.

Meðlimir breyta

  • Einar "Kvitrafn" Selvik: Söngur, öll hljóðfæri, lagahöfundur
  • Lindy Fay Hella: Söngur, flauta
  • Arne Sandvoll - bakraddir og ásláttur.
  • HC Dalgaard - bakraddir, trommur og ásláttur
  • Eilif Gundersen - blásturshljóðfæri og flautur
  • John Stenersen - moraharpa

Fyrrum meðlimir breyta

  • Gaahl: Söngur
  • Jørgen Nyrønning

Útgefin verk breyta

  • Rúnaljóð - Gap Var Ginnunga (2009, Indie Recordings/Fimbulljóð Productions)
  • Rúnaljóð - Yggdrasill (2013, Indie Recordings/Fimbulljóð Productions)
  • Rúnaljóð - Ragnarök (2016, Indie Recordings/Fimbulljóð Productions)
  • Skald (2018, Indie Recordings/Fimbulljóð Productions)
  • Kvitrafn (2021, Columbia Records)

Tilvísanir breyta

  1. https://www.youtube.com/watch?v=1fE02cU7ALs