Englar alheimsins

Englar alheimsins er skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson sem kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1993. Hún fjallar um ungan mann með geðklofa. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV í flokki bókmennta árið 1994. Árið eftir hlaut hún svo Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Árið 2000 var gerð samnefnd kvikmynd eftir bókinni. Leikstjóri var Friðrik Þór Friðriksson.