Engi eða engjar er óáborið frjósamt land á bújörðum sem ætlað er til sláttar. Slægjulandi er skipt í tún og engi. Frá fornu fari skiptust nytjalönd jarða í tún og engi (og stundum akra) og haga eða beitiland. Nytjaland skiptist eftir eignarhaldi í eignarland, afrétti og almenninga. Á Íslandi voru tún venjulega heima við bæi og voru þau varin fyrir ágangi búfjár. Ekki var hins vegar borið á engi og þau ekki varin fyrir búfé. Víða eru engi þar sem vatn flæðir yfir hluta ársins og eru þau nefnd flæðiengi. Landnámsmenn virðast hafa kunnað til verka að veita vatni á engi. Bændaskólinn á Hvanneyri var staðsettur þar vegna engjanna við árósa Hvítár en vatn flæddi þar yfir á hverju vori og jók uppskeru Mikið af heyforða bænda var fyrr á öldum og fram undir miðja 20. öld aflað á engjum og voru engi verðmætur hluti jarða. Í heyöflunarskýrslu fyrir Ísland árið 1882 er heyfengur af engjum eða úthey 2/3 af öllu heyi. Engjaheyskapur var mjög erfiður því engjar voru votlendar og oft fjarri bæjum og þurfti að raka blautu heyi saman og koma á þurrkvöll, það var flutt blautt á hestum.

Einkennisjurtir fyrir góðar engjar á Íslandi eru:

Heimildir

breyta