Engeyjarætt er rakin til hjóna, sem bjuggu í Engey í Kollafirði á fyrri hluta 19. aldar, þeirra Ólafar Snorradóttur (1783-1844), sem fædd var og uppalin í eyjunni og Péturs Guðmundssonar (1786-1852) sem fæddur var í Örfirisey og alinn upp þar og í Skildinganesi. Þau eignuðust átta börn, sem upp komust og eignuðust fjölda afkomenda, sem flestir settust að á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Raunar má segja að velflestir niðjar þeirra, sem nú (árið 2011) telja nær fimm þúsund, búi enn á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins eitt barna þeirra flutti af svæðinu, Guðríður (1812-1889) sem varð prestmaddama austur á landi og á fjölda afkomenda þar og í Húnaþingi.

Þekktir Íslendingar af Engeyjarætt

breyta