Emmy-verðlaunin

bandarísk sjónvarpsverðlaun
(Endurbeint frá Emmyverðlaun)

Emmy-verðlaunin (eða Emmy Awards og Emmys) eru bandarísk verðlaun veitt fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpi. Veitt eru verðlaun nokkrum sinnum á ári í mörgum mismunandi flokkum sem koma að sjónvarpsþáttagerð. Þekktustu athafnirnar eru Primetime Emmy Awards og Daytime Emmy Awards. Verðlaunin eru samsvarandi Grammy-verðlaununum fyrir tónlist, Óskarsverðlaununum fyrir kvikmyndir og Tony-verðlaununum fyrir leiklist.

Emmy Awards
Stytta Emmy-verðlaunanna
Veitt fyrirFramúrskarandi árangur í sjónvarpi
LandBandaríkin
UmsjónATAS/NATAS/IATAS
Fyrst veitt25. janúar 1949; fyrir 75 árum (1949-01-25)
VefsíðaATAS Emmy vefsíðan
NATAS Emmy vefsíðan
IATAS Emmy vefsíðan

Þrjú mismunandi samtök sjá um verðlaunin. Þau eru Academy of Television Arts & Sciences (ATAS), National Academy of Television Arts & Sciences (NATAS), og International Academy of Television Arts and Sciences (IATAS). Hvert þeirra stjórnar ákveðnum verðlaunahátíðum sem tengjast sínum sviðum. ATAS sáu um fyrstu athöfnina sem fór fram árið 1949 til að heiðra sjónvarpsþætti sem framleiddir voru á Los Angeles svæðinu, áður en það átti við um öll Bandaríkin. Næstu tvo áratugina voru verðlaunin stækkuð til að ná utan um fleiri geira í sjónvarpsiðnaðinum.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „A History of Emmy – The 1940s“. Academy of Television Arts & Sciences. Sótt 24. janúar 2017.

Tenglar

breyta
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.