Ellen Kristjánsdóttir
Ellen Rósalind Kristjánsdóttir (f. 8. maí 1959) er íslensk söngkona.
Ellen fæddist í San Francisco í Kaliforninu í Bandaríkjunum og þar ólst hún upp fyrstu sex árin.[1] Foreldrar hennar voru Kristján Ingi Einarsson (1922-1977) byggingatæknifræðingur og myndlistamaður og Sigríður Ágústa Söebech (1922-2003) bankastarfsmaður.[2] Maki Ellenar er Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður og eiga þau fjögur börn.
Ellen hóf söngferil sinn í hljómsveitinni Tivolí sem hún stofnaði ásamt Friðriki Karlssyni. Hún hélt til Bandaríkjanna þegar hún var 17 ára gömul og dvaldist þar í nokkur ár. Þegar hún fluttist aftur til Íslands hóf hún að syngja með hljómsveitunum Mannakorn og Ljósin í bænum.[3] Síðar söng hún með Borgardætrum og hefur einnig sungið talsvert með bróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni KK.
Eitt þekktasta lagið sem Ellen hefur sungið er When I think of angels sem bróðir hennar, tónlistarmaðurinn KK samdi um systur þeirra sem lést um aldur fram í bílslysi.
Plötur
breyta- Sálmar (2004)
- Draumey (2009)
- Let Me Be There (2017)
Tilvísanir
breyta- ↑ Viktoría Hermannsdóttir, „Sakbitinn skuldari“, Dagblaðið Vísir - DV, 14. október 2011 (skoðað 20. desember 2020)
- ↑ „KK - ljúfi snillingurinn“, Morgunblaðið, 26. mars 2016 (skoðað 20. desember 2020)
- ↑ Júlía Margrét Einarsdóttir, „Pabbi flutti til Vietnam og hvarf“, Ruv.is (skoðað 20. desember 2020)