Tölvuveira

(Endurbeint frá Tölvuvírus)

Tölvuveira, meinforrit eða veira er sjálfeftirmyndandi hugbúnaður sem dreifir sér með því að setja afrit af sér í aðra hugbúnaði eða önnur gögn.

Tölvuþrjótar notfæra sér vírusa til að koma höggi á hugbúnaðarkerfi. Algengt er að slíkir vírusar beinist að Facebook, Messenger, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum. Tölvunarfræðingar ráðleggja fólki að opna alls ekki forrit sem geta flokkast sem vírus.[1] Misjafnt er hvernig vírusar eru settir fram en algengast er að spurt sé um ákveðnar upplýsingar um fólk svo sem símanúmer eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Þá kemur fyrir að vírus sé settur þannig fram að einstaklingur sé mögulega á myndbandi eða hafi unnið eitthvað.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „How to Remove Facebook Virus On All Devices“. CyberGhost Privacy Hub (enska). 18. nóvember 2024. Sótt 13. desember 2024.