Elizabeth (New Jersey)
(Endurbeint frá Elizabeth, New Jersey)
Elizabeth er borg í Unionsýslu, New Jersey í Bandaríkjunum. Íbúafjöldi er rúm 125 þúsund (2010) sem gerir hana að fjórðu stærstu borg fylkisins. Borgin er höfuðstaður sýslunnar.
Elizabeth var stofnuð árið 1664 af enskum landnemum og var nefnd í höfuðið á eiginkonu George Carteret lávarðar sem var einn af eigendum Karólínuumdæmisins.