Elfar Aðalsteins

íslenskur leikstjóri og handritshöfundur

Elfar Aðalsteins (f. 1. júní 1971) er íslenskur leikstjóri og handritshöfundur. Áður en Elfar fór að starfa við kvikmyndagerð var hann forstjóri útgerðarfyrirtækisins Eskju á Eskifirði.[1] Elfar er barnabarn Aðalsteins Jónssonar sem oft er kallaður Alli ríki en Elfar var ættleiddur af honum og ömmu sinni, Guðlaugu Stefánsdóttur.[2] Fyrsta kvikmynd Elfars í fullri lengd, End of Sentence (2017), er á ensku og er samstarfsverkefni Íslands, Írlands og Bandaríkjanna. Önnur kvikmynd Elfars, Sumarljós og svo kemur nóttin (2022), er byggð á samnefndri bók Jóns Kalmans Stefánssonar frá 2005.

Elfar Aðalsteins
Fæddur1. júní 1971 (1971-06-01) (53 ára)
StörfKvikmyndaleikstjóri,
handritshöfundur
Börn4

Kvikmyndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Bergsteinn Sigurðsson (28. september 2019). „Hætti að láta höfuðið ráða og fylgdi hjartanu“. RÚV. Sótt 6. október 2024.
  2. Guðrún Helga Sigurðardóttir (1. nóvember 2000). „Hann tekur við á Eskifirði“. RÚV. Sótt 6. október 2024.

Tenglar

breyta