Elevsinion var hof sem stóð neðst í Akrópólishæð í Aþenu, neðan við innganginn Propylaea.

Gyðjan Demeter var dýrkuð í hofinu og allt sem tengdist elevsísku launhelgunum var einnig geymt þar. Hofið gegndi mikilvægu hlutverki í panþenísku leikjunum.

Upphaflega var aðaldýrkunarstaður gyðjunnar í Elevsis, ekki langt frá Aþenu. Þegar borgríkið var síðan sameinað í ríki Aþenu var ákveðið að hafa hof henni til helgunar á Akrópólishæð og var það byggt í kringum 480 f.Kr. Hofið var byggt yfir eldri grunn hofs sem var frá kringum 550 f.Kr.

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.