Eldborgarhátíðin

Eldborgarhátíðin eða Eldborg 2001 var útihátíð haldin um verslunarmannahelgi í ágúst árið 2001. Hátíðin var staðsett á Kaldármelum í borgarbyggð nærri Eldborgarhrauni. Áætlað var af skipuleggjendum hátíðarinnar að um 3000 manns myndu sækja hátíðina en um 8000 manns mættu, og var skipulag ekki undibúið fyrir þennan mikla mannfjölda. Hátíðin þótti fara úr böndunum og er í dag þekkt sem ein alræmdasta útihátíð sem haldin hefur verið á Ísland. Á hátíðinni var tilkynnt um 15 nauðganir, þar sem yngsta fórnarlambið var aðeins 13 ára og þótti ofbeldi, vímuefnaneysla, sóðaskapur, stjórn- og skiplagsleysi einkenna hátíðina.

Talið er að ástæða þess að hve gríðarlegur fjöldi mætti á hátíðina hafi verið tónlistarviðburðir hátíðarinnar sem samanstóðu af vinsælustu hljómsveitum landsins á þeim tíma, til að mynda XXX Rottweiler, ásamt þekktum eldri hljómsveitum á borð við Nýdönsk. Á hátíðinni kom rokkhljómsveitin Jet Black Joe aftur saman til að spila á eftir margra ára hlé.

Hátíðin var kvik­mynduð af Ágústi Jak­ob­sen, Gunn­ar Páli Ólafs­syni og Bjarna Gríms­syni fyr­ir Okey ehf. og var kvik­mynd­in Eld­borg - sönn ís­lensk úti­hátíð frum­sýnd í Há­skóla­bíói árið 2002.