Elbrus er hæst Kákasusfjalla og jafnframt hæsta fjall Evrópu, 5.642 metrar á hæð. Fjallið er eldkeila. Það er í Rússlandi, nálægt landamærum Georgíu. Hátindar fjallsins eru tveir og sá vestari hærri (5.642 m) en sá eystri er 5.621 m. Vísindaleiðangur á vegum rússneska hersins varð fyrstur til að klífa eystri tindinn árið 1829. Þann vestari klifu Bretar fyrstir árið 1874. Fyrstir Íslendinga til að klífa fjallið voru þeir Jón Viðar Sigurðsson og Karl Ingólfsson árið 1989. Fjallið er talið hafa gosið síðast árið 50 eftir Krist.

Elbrus
Þrívíddarmynd af Elbrus
Þrívíddarmynd af Elbrus
Hæð 5.642 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Rússland


Elbrus.

Jökull er á tindi fjallsins en hægt er að fara með kláfi upp í 3.800 metra hæð. Elbrus er á svæði Prielbrusye-þjóðgarðsins sem stofnaður var árið 1986.

Heimildir

breyta

Enska útgáfa Wikipediu um Elbrus, skoðað 2. apríl, 2017

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.