Ekkekrates var samkvæmt Platoni pýþagórískur heimspekingur frá gríska bænum Flíos. Hann kemur fyrir í samræðu Platons Fædoni. Hann hittir fyrir Fædon, sem samræðan heitir eftir, einhvern tímann eftir aftöku Sókratesar og biður Fædon um að segja sér söguna af síðustu stundum hins fræga heimspekings. Megnið af samræðunni fer svo í upprifjun Fædons á sögunni en Ekkekrates grípur inn í af og til og spyr spurninga um samræðurnar sem eru endursagðar.

Lítið er vitað um Ekkekrates annað en það sem kemur fram hjá Platoni. Það eina sem verður vitað um heimspekilegar skoðanir hans er að hann var pýþagóringur sem þekkti til Sókratesar og bar mikla virðingu fyrir honum.

Tengt efni breyta

Heimild breyta

   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.