Einskeljungar
Einskeljungar (fræðiheiti: Monoplacophora) eru flokkur lindýra sem talinn var með öllu útdauður til ársins 1952, þegar lifandi eintak fannst í djúpsjávarseti. Hingað til hafa fundist yfir tíu tegundir einskeljunga, en þeir lifa djúpt neðansjávar. Eins og nafnið gefur til kynna eru þessi lindýr með eina, flata og kringlótta skel og líkjast þannig nökkvum, eða öllu heldur olnbogaskeljum.
Einskeljungar | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||
| ||||||
Ættbálkar | ||||||