Eggert Eiríksson Briem
Eggert Eiríksson Briem (1879–1939) búfræðingur var bóndi í Viðey. Hann var sonur Eiríks Briem biskupsritara, prests, kennara og alþingismanns. Eggert var kvæntur Katrínu Thorsteinsson, dóttur Pétur J. Thorsteinssonar á Bíldudal. Þau hófu búskap í Viðey við Reykjavík árið 1903. Eggert byggði í Viðey 48 kúa fjós og heyhlöðu fyrir 3000 hestburði á fyrstu búskaparárum sínum. Hann lét flytja mjólk á hverjum degi á bátum yfir sundið til Reykjavíkur og síðan á hestvögnum niður í Aðalstræti. Eggert var fyrstur manna til að setja upp mjólkurbúð en búðin hans var í Uppsalakjallaranum í Aðalstræti. Hann seldi jörðina eftir aðeins fjögurra ára búsetu til Milljónafélagsins sem þá hóf þegar mikla uppbyggingu í búskap en einnig í útgerð á Sundbakka gegnt Gufunesi.
Heimildir
breyta- Jónas Magnússon Stardal, Búskapur Eggerts Briem í Viðey; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1963
- Jónas Magnússon Stardal, Mjaltir og mjólkurflutningar; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins, 9. tölublað (10.03.1963), bls. 11
- Jónas Magnússon Stardal, Vorverkin og önnur útivinna; 3. grein í Lesbók Morgunblaðsins, 10. tölublað (17.03.1963), Bls. 11