Milljónarfélagið

Milljónarfélagið var útgerðarfélag sem í raun hét P.J. Thorsteinsson & Co og var með höfuðstöðvar á Sundbakka í Viðey á árunum 1907-1914. Viðey var valinn sem aðalmiðstöð félagsins vegna þess að í Reykjavík vantaði höfn, vatnsveitu og rafmagn.

Saltfiskverkun, 1912

Félagið nefndist svo vegna þess að hlutafé félagsins átti að vera miljón krónur sem samsvaraði ríkisútgjöldum stofnárið. Helstu hvatamenn að stofnun þess voru Pétur J. Thorsteinsson á Bíldudal og Thor Jensen í Reykjavík auk danskra fjármálamanna, aðallega Aage Møller og Christian Rasmussen í firmanu A.T. Møller & Rasmussen í Leith. Stofnfundur var haldinn í Kaupmannahöfn árið 1907. Eignir Péturs á Bíldudal, Patreksfirði og í Hafnarfirði runnu sem hlutafé til félagsins og námu 205 þúsundum. Félagið lét reisa tvær hafskipabryggjur í Viðey, hafnarbakka, fiskverkunarhús, sem járnbrautarteinar tengdu við bryggjurnar, og kola- og saltgeymslur. Milljónarfélagið varð aldrei það stórveldi sem að var stefnt og árið 1914 - eftir aðeins 6 ár - fór það á hausinn og tók þá Handelsbanken í Kaupmannahöfn Stöðina (Sundbakka) upp í skuldir.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.