Magic Johnson
Magic Johnson (fæddur 14. ágúst 1959 sem Earvin Johnson II ) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður og framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers. Hann er álitinn einn besti leikstjórnandi allra tíma.
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Earvin Johnson jr. | |
Fæðingardagur | 14. ágúst 1959 | |
Fæðingarstaður | Lansing, Michigan, Bandaríkin | |
Hæð | 206 cm. | |
Þyngd | 100 kg. | |
Leikstaða | leikstjórnandi | |
Háskólaferill | ||
1977-1979 | Michigan State | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1979-1991, 1996 1999-2000 2000 |
Los Angeles Lakers Magic M7 Borås Magic Great Danes | |
Landsliðsferill | ||
Ár | Lið | Leikir |
1992 | Bandaríkin | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Johnson spilaði 13 ár með Los Angeles Lakers en gerði hlé vegna eyðni sem hann smitaðist af. Þó ferðaðist hann um tíma um heiminn með liði sínu Magic Johnson All-Stars. Hann varð að hætta vegna mótmæla leikmanna í NBA-deildinni en þjálfaði Lakers árið 1994 og sneri aftur sem leikmaður tímabilið 1995-1996, þá 36 ára og spilaði 32 leiki. Um aldamótin fór hann til Svíþjóðar og Danmerkur og spilaði aðeins þar. Með bandaríska landsliðinu var hann hluti af The Dream Team sem sigraði á Ólympíuleikjunum í Barcelona árið 1992. Frá 2017-2019 var hann framkvæmdastjóri körfuboltasviðs Lakers (enska: President of basketball operations) en sagði af sér vegna slaks gengis liðsins. Johnson sneri sér einnig að viðskiptum eftir ferilinn og á nokkur fyrirtæki.
Afrek
breyta- 5 deildartitlar sem leikmaður (1980, 1982, 1985, 1987 og 1988) og 5 deildartitlar sem framkvæmdastjóri/formaður Lakers.
- 3 MVP, besti leikmaður NBA-deildarinnar og 3* Finals MVP.
- 4 sinnum stoðsendingakóngur deildarinnar og hæstur í meðaltali yfir stoðsendingar, 11,2 á leik. Nr. 5 yfir flestar stoðsendingar frá uppphafi.
- 2* efstur í stolnum boltum.
- 9 úrslitakeppnir.
- 12 All-Star leikir og 2* All Star MVP.
- 700+ stig, 700+ fráköst og 700+ stoðsendingar á einu tímabili.