Eósentímabilið

(Endurbeint frá Eósen)

Eósentímabilið er jarðsögulegt tímabil sem nær frá því fyrir 55,8 ± 0,2 milljón árum þar til fyrir 33,9 ± 0,1 milljón árum síðan. Það er annar hluti paleógentímabilsins sem aftur er hluti af nýlífsöld. Sjávarstaða var lág. Spendýrin blómstruðu og ýmsir smávaxnir forverar margra nútímategunda komu fram svo sem kattardýr, hestar og fílar. Upphaf tímabilsins er miðað við þessi nútímaspendýr en lok þess miðast við umskiptin miklu þegar miklar breytingar urðu á dýralífi í Evrópu, hugsanlega vegna nokkurra loftsteina sem lentu í Síberíu og þar sem nú er Chesapeake-flói í Norður-Ameríku.

Arsinotheria var ættkvísl spendýra sem var uppi á eósentímabilinu.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.